Léttbylgju fréttir

Það verður skemmtileg stemmning alla páskahelgina á Bylgjunni.

Valtýr Björn og Jói leggja af stað í Páskaferðalag Bylgjunnar að morgni skírdags, kl. 09:00, og taka stöðuna á því sem verður um að vera víðsvegar um landið um páskana.

Logi Bergmann stýrir skemmtilegustu spurningakeppni landsins, Spurningakeppni fjölmiðlanna, og verða fyrstu viðureignirnar klukkan 16 á Skírdag. Eldklárt fjölmiðlafólk allra helstu fjölmiðla landsins keppast um fyrsta sætið. Seinni hlutinn fer svo fram á Föstudaginn langa og úrslitin verða svo á Páskadag. Alla dagana hefst keppnin kl 16:00

Sigurjón M. Egilsson verður á sínum stað á Páskadagsmorgun klukkan 10 og verður aðalgestur þáttarins Katrín Jakobsdóttir.

Ásgeir Páll býður í páskapartý Bylgjunnar alla páskana og sér til þess að stemmningin skili sér heim í stofu.

Til baka

Dagskráin í dag

  • 07:00 - 24:00Létt Bylgju tónlist
  • 24:00 - 07:00Létt Bylgju tónlist

Fylgstu með okkur