Léttbylgju fréttir

GCD - til heiðurs Rúnari Júlíussyni
Rokktónleikar GCD með Bubba Morhtens og Pálma Gunnarssyni


Rúnar Júlíusson (1945-2008) og Bubbi Morthens stofnuðu GCD árið 1991.

Hljómsveitin starfaði þrjú sumur árin 1991, 1993 og 1995. Hvert sumar kom út ein plata frá GCD með frábærum rokklögum og sveitin var gríðarlega vinsæl á tónleikum, dansleikjum og i útvarpi.

Til að minnast Rúnars Júlíussonar og gifturíks samstarfs er nú blásið til tónleika í Eldborg.

Bubbi leitaði til eins besta söngvara og bassaleikara landsins til að fylla skarð Rúnars og Pálmi Gunnarsson var meira en til í verkefnið.

GCD 2015 eru :
Bubbi Morthens söngur og gítar
Pálmi Gunnarsson söngur og bassi
Guðmundur Pétursson gítar
Þórir Baldursson hammond
Benedikt Brynleifsson trommur
Ingó Geirdal gítar

Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi viðburðafyrirtækisins Eitt lag enn ehf. og umboðsskrifstofunnar Prime.

Þú getur tryggt þér miða með því að smella hér!

Til baka

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 07:00Létt Bylgjan
  • 07:00 - 00:00Létt Bylgjan

Fylgstu með okkur